Innlent

Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti

Jeppi á Bláfellshálsi.  Jeppi með vélsleðakerru að koma suður Bláfellsháls. Vegurinn (Kjalvegur) er lokaður allri umferð frá Bláfellshálsi að Hveravöllum, sem þýðir einnig að ekki er hægt að komast akandi að Hagavatnsskála nema virða lokunina að vettugi.
Jeppi á Bláfellshálsi. Jeppi með vélsleðakerru að koma suður Bláfellsháls. Vegurinn (Kjalvegur) er lokaður allri umferð frá Bláfellshálsi að Hveravöllum, sem þýðir einnig að ekki er hægt að komast akandi að Hagavatnsskála nema virða lokunina að vettugi. MYND/LHG

Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum.

Æfingatími flugáhafna er notaður í þessum praktíska tilgangi en mikið af sjúkraflugi Landhelgisgæslunnar er einmitt á svipaðar slóðir svo að með þessu fá áhafnir Landhelgisgæslunnar dýrmæta reynslu um leið og samskipti við lögregluna eru efld og lögbrjótar eru staðnir að verki.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirlitsferð áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar, Lífar, með Selfosslögreglunni um helgina.



Þessir geta ekki hafa komist upp að Hagavatnsskála nema að hafa farið eftir lokuðum Kjalvegi. Voru utanvega sunnan skálans við Hagavatn.LHG
Motorcross á HengilssvæðiLHG
þetta er mynd af þeirri leið sem fjöldinn allur af hjólum hafa verið að spæna um, bæði nú og fyrr. Förin eru orðin ansi djúp, hálfur metri og víða dýpri en það. Þessi mynd er tekin til norðurs við vestanverðan Hengil.LHG
Fimm mótorhjól koma akandi niður vesturhlíðar Hengils. Alveg ljóst að þessir eru langt utan vega.LHG
Þessi er á suðurleið á Bláfellshálsi. Vegurinn (Kjalvegur) er lokaður allri umferð frá Bláfellshálsi að Hveravöllum, sem þýðir einnig að ekki er hægt að komast akandi að Hagavatnsskála nema virða lokunina að vettugi.LHG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×