Innlent

Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss

Frá leit á Viðeyjarsundi eftir slysið.
Frá leit á Viðeyjarsundi eftir slysið. MYND/GVA

Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust.

Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum en hann hefur staðfastlega neitað að hafa verið við stjórnvölinn á bátnum þegar hann steytti á skerinu. Ákæruvaldið hefur krafist þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og þá fara aðstandendur hinna látnu fram á 20 milljónir króna í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×