Innlent

Hafnar kröfu um bætur frá ríkinu vegna árásar á Litla-Hrauni

MYND/E.Ól

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, oftast kenndum við Vatnsberann, um bætur frá íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni fyrir þremur árum. Hæstiréttur taldi að öryggisgæslu hefði ekki verið áfátt í fangelsinu þegar árásin átti sér stað en hins vegar féllst dómurinn á að Þórhallur Ölver ætti rétt á þjáningarbótum vegna þess að það hefði dregist að veita honum tannlæknaþjónustu eftir árásina. Viðurkennt var í héraðsdómi að Þórhallur Ölver ætti rétt á bótum frá árásarmanni sínum og það staðfesti Hæstiréttur í gær en ekki er tilgreint hversu háar bæturnar eigi að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×