Innlent

Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan

MYND/Vísir

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum og sýni með þessu að hann láti verkin tala. Þá fagnar stjórn Landsambandsins því sérstaklega að Valgerður Sverrisdóttir verði fyrst kvenna til að gegna embætti utanríkisráðherra og óskar henni til hamingu með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×