Innlent

Skilmálar ekki í samræmi við lög

Skilmálar borgarinnar vegna útboðs um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar eru ekki í samræmi við lög, segir ærunefnd útboðsmála. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Kærunefndin segir Reykjavíkurborg hafa brotið bæði lög um opinber innkaup og eins, reglugerð um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu.

Það var Félag sjálfstætt starfandi arkitekta sem kærði útboðið fyrir hönd nokkurra félagsmanna. Þeir voru ósáttir við það að annars vegar væri hægt að taka þátt í hugmyndasamkeppni um vatnsmýrina undir nafnleynd, en hins vegar mætti taka þátt í forvali með skipulagstillögu sem uppfyllti sömu kröfur og samkeppnistillögurnar. Þeir sem tóku þátt undir nafni urðu að lýsa eigin hæfi og reynslu, og átti dómnefnd að meta hæfi þeirra samhliða hugmyndunum, ekki hinir.

Borginn vildi að kærunni yrði vísað frá á þeirri forsenda að hún hefði borist ogf seint.

Kærunefndin ógilti hins vegar útboðsskilmálana þrátt fyrir þetta og gerði í ofanálag borginni að að greiða kæranda 400 þúsund kr. málskostnað.

Blaðið hefur eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, nýbökuðum borgarstjóra, málið verði skoðað og eftir Salvöru Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, að ljóst sé að hugmyndasamkeppnin um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar tefjist vegna þessa úrskurðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×