Innlent

Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ

Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum.

Talsmenn Framtíðarlandsins skilgreina félagið sem þrýstiafl og hugmyndasmiðju í þjóðfélagsmálum. Félagið er þverpólitískt og að því kemur fólk á öllum sviðum atvinnulífsins sem vill hverfa frá því sem það kallar einhæfa atvinnustefnu sem byggist á stóriðju, þenslu og óþarfa eyðileggingu náttúruverðmæta. Ætlunin er að vinna að fjölbreyttum atvinnuhugmyndum í mannvænu og vistvænu landi. Búist við að stofnskrá samtakanna verði tilbúin í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×