Innlent

Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar

Halldór Ásgrímsson kveður eftir ríkisráðsfund á fimmtudag.
Halldór Ásgrímsson kveður eftir ríkisráðsfund á fimmtudag. MYND/Valgarður
Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. Björn Ingi sagði þetta í þættinum Skaftahlíðinni á NFS í dag.

Það fór ekki fram hjá neinum að það var glaður Halldór Ásgrímsson sem hætti sem forsætisráðherra á fimmtudaginn var. Hann var spurður að því við það tilefni hver væri hin raunverulega ástæða þess að hann væri að hætta í stjórnmálum. Halldór svaraði því til að margar ástæður væru fyrir því. Hann hefði talið að þetta væri rétti tíminn til að hætta og hægt væri að ræða um þetta mál í nokkra daga viðtali. Aðspurður hvort hann væri að hugsa um sig eða flokkinn með ákvörðuninni sagði Halldór að hann hugsaði um báða.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs og oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segist telja að það hafi ráðið úrslitum um ákvörðun Halldórs að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér eftir þetta kjörtímabil. Það hefði verið heilmikil ákvörðun. Þá hefði hann þurft að ákveða hvenær hann hætti til þess að ný forysta sem tæki við hefði nægan tíma til að undirbúa þingkosningar.

Björn Ingi sagði einnig að hann væri viss um að deilurnar innan flokksins hefðu tekið mjög á Halldór og hann hefði tekið það mjög nærri sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×