Innlent

Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu

MYND/Vilhelm

Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags.

Piltinum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi þekkst og verið í ökuferð í Laugardal þegar sá yngri hafi stungið þann eldri af tilefnislausu. Árásarmaðurinn hvarf strax af vettvangi en sá sem fyrir árásinni varð náði sjálfur að keyra á slysadeild. Meiðsli hans reyndust ekki eins alvarleg og leit út fyrir í fyrstu. Árásarmaðurinn var svo handtekinn skammt frá heimili sínu og hefur hann gengist við verknaðinum. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×