Innlent

Rannsókn á orkustuldi látin niður falla

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða.

Lögregla rannsakaði málið og sendi það í kjölfarið til ríkissaksóknara en hann hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að eins og rannsóknargögnum sé háttað þyki það sem komið er fram ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar, með öðrum orðum að ekki sé hægt að sanna hvort um refsivert athæfi hafi verið að ræða eða hreinlega mistök rafvirkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×