Allt að 300 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur 29. nóvember 2006 09:57 MYND/Hilmar Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Samkvæmt annarri reglugerðinni geta sektir vegna umferðalagabrota orðið allt að 300 þúsund krónur ef ekið er á yfir 170 kílómetra hraða en þá er gert ráð fyrir að menn verði ákærðir og málið í framhaldinu tekið fyrir hjá dómara. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að sé ekið á 46 til 50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km skal sektin vera 15 þúsund krónur en 50 þúsund sé ekið á 71-75 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Skal ökumaður jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir slíkt brot. Ef ekið er á 101 til 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km skal sektarfjárhæð vera 15 þúsund krónur, 60 þúsund krónur ef hraðinn er orðinn 131 til 140 km og beita skal 110 þúsund króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu sé ökuhraðinn orðinn 161 til 170 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Dæmin eru tilfærð í töflu í viðauka I í reglugerðinni og gert ráð fyrir að málum ökumanna sem aka á allt að 170 km hraða megi ljúka með sekt. Ef ekið er gegn rauðu ljósi eru skráðir 4 punktar og auk þess beitt 15 þúsund króna sekt, tveir punktar fyrir óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu og við því er einnig lögð 10 þúsund króna sekt, þrír punktar ef ekið er framúr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni og tveir punktar ef akstur umfram aksturstíma ökumanna flutninga- eða langferðabíla er 20 prósent. Síðastnefnda brotið varðar einnig 40 þúsund króna sekt fyrir ökumann og 60 þúsund króna sekt fyrir eiganda bíls. Þá geta sektir vegna hleðslu ökutækja numið allt að 100 þúsund krónum ef ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínur og þess háttar. Lög og regla Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Samkvæmt annarri reglugerðinni geta sektir vegna umferðalagabrota orðið allt að 300 þúsund krónur ef ekið er á yfir 170 kílómetra hraða en þá er gert ráð fyrir að menn verði ákærðir og málið í framhaldinu tekið fyrir hjá dómara. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að sé ekið á 46 til 50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km skal sektin vera 15 þúsund krónur en 50 þúsund sé ekið á 71-75 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Skal ökumaður jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir slíkt brot. Ef ekið er á 101 til 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km skal sektarfjárhæð vera 15 þúsund krónur, 60 þúsund krónur ef hraðinn er orðinn 131 til 140 km og beita skal 110 þúsund króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu sé ökuhraðinn orðinn 161 til 170 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Dæmin eru tilfærð í töflu í viðauka I í reglugerðinni og gert ráð fyrir að málum ökumanna sem aka á allt að 170 km hraða megi ljúka með sekt. Ef ekið er gegn rauðu ljósi eru skráðir 4 punktar og auk þess beitt 15 þúsund króna sekt, tveir punktar fyrir óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu og við því er einnig lögð 10 þúsund króna sekt, þrír punktar ef ekið er framúr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni og tveir punktar ef akstur umfram aksturstíma ökumanna flutninga- eða langferðabíla er 20 prósent. Síðastnefnda brotið varðar einnig 40 þúsund króna sekt fyrir ökumann og 60 þúsund króna sekt fyrir eiganda bíls. Þá geta sektir vegna hleðslu ökutækja numið allt að 100 þúsund krónum ef ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínur og þess háttar.
Lög og regla Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira