Brugðist við nýjum aðstæðum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 5. janúar 2007 00:01 Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar