Að tyfta eigin frambjóðendur Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. apríl 2007 05:00 Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun