Árangur af íslenskri stefnufestu Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. maí 2007 06:00 Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar