Til hamingju með daginn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 3. júní 2007 00:01 Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar