Byrjað á öfugum enda í velferðarmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 25. júní 2007 06:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun