Framtíð Kolaportsins 8. september 2007 00:01 Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar