Í þágu unga fólksins og byggðanna Einar K. Guðfinnsson skrifar 18. september 2007 00:01 Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun