Erlent

Í gæsluvarðhaldi til 1. maí

Steven Wright, hinn grunaði í málinu, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi.
Steven Wright, hinn grunaði í málinu, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi. MYND/AP

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi.

Maðurinn, Steven Wright, er 48 ára og er fyrrum ökumaður á gaffallyftara. Lögfræðingur hans bað fjölmiðla að sýna honum vægð þar sem allir væru saklausir uns sekt væri sönnuð. Aðalsaksóknarinn í málinu bað fjölmiðla líka að sýna stillingu til þess að hafa ekki áhrif á það.

Fjölmiðlar hafa spilað þó nokkra rullu í málinu því fréttamaður einn ákvað að tala við eina vændiskonu um málið. Sást hún og nafn hennar og fram kom að hún yrði að halda áfram að vinna þrátt fyrir hættuna sem stafaði af morðingjanum. Hún fannst síðan myrt, ein af þeim fimm sem fundust.

Fréttavefur Sky News segir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×