Innlent

Málflutningur í Baugsmáli hafinn í Hæstarétti

Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun. MYND/Stöð 2

Málflutningur vegna sex ákæruliða í fyrra Baugsmálinu stendur nú yfir í Hæstarétti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessir ákæruliðir fá efnislega meðferð í Hæstarétti en síðast var þeim vísað aftur heim í hérað.

Málflutningur hófst klukkan átta í morgun. Settur ríkissaksóknari í málinu, Sigurður Tómas Magnússon, tók fyrstur til máls en honum hafði verið úthlutað þremur klukkutímum til málflutnings. Verjendur sakborninganna fjöggura sem ákæruliðirnir ná til taka þar á eftir til máls samtals í um fjóra klukkutíma og verður málflutningi því ekki lokið fyrr en seinni partinn í dag.

Fjórir ákæruliðanna snúa að ársreikningum og tveir að meintum tollsvikum við bílainnflutning.

Í fyrra Baugsmálinu voru sex sakbornignar ákærðir samtals í 40 liðum. Í Hérðasdómi Reykjavíkur var málinu í heild vísað frá dómi og var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar sem vísaði 32 ákæruliðum frá dómi en liðunum átta sem eftir stóðu var vísað aftur heim í hérað. Við efnislegameðferð ákæruliðanna átta í Hérðadómi Reykjavíkur voru sakborningar sýknaðir og áfrýjaði ákæruvaldið sex þeirra ákæruliðanna til Hæstaréttar. Þeir ákæruliðir snúa að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Stefáni Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur. Ákæruvaldið undi hins vegar dómi héraðsdómi er varðar sýknu Jóhannesar Jónssonar og Tryggva Jónssonar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×