Laun hækka og miðaverð líka Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:33 Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira