Hvað vissu yfirvöld um Malakauskas og hvenær vissu þau það ? Óli Tynes skrifar 1. desember 2007 15:34 Tomas Malakauskas felur jafnan andlit sitt fyrir myndavélum. Yfirvöld vilja ekki upplýsa hvort þau vissu um komu líkfundarmannsins Tomasar Malakauskas til Íslands. Hann er í endurkomubanni en kom hingað á vegabréfi með eftirnafni konu sinnar í byrjun september. Eiginkonan býr á Íslandi og á von á barni. Hér búa einnig móðir hennar, fósturfaðir og tvær systur. Eiginkonan hefur verið búsett hér frá árinu 2003. Malakauskas var handtekinn 20. nóvember og var þá með 26 grömm af amfetamíni á sér. Fréttir frá yfirvöldum um endurkomu Litháans eru misvísandi. Annarsvegar hefur verið sagt að þeim hafi verið fullkunnugt um hana og að fylgst hafi verið með honum þartil hann var handtekinn. Hinsvegar hefur verið sagt að ekkert hafi verið vitað um ferðir hans. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli vildi ekki segja til um hvort er rétt. Í samtali við Vísi sagði hann að það gæti gefið upplýsingar um vinnuaðferðir þeirra, sem þeir vilji helst ekki að brotamenn viti um. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að í flugstöðinni í Keflavík er eitt fullkomnasta myndgreiningartæki sem til er í heiminum. Þar er hægt að setja inn myndir af mönnum og greiningartækið flaggar þá ef þeir sjást á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar. Jafnvel þótt menn reyni að dulbúast með því að láta sér vaxa skegg eða setja upp gleraugu, sér kerfið við því. Og það er tengt við allar myndavélar stöðvarinnar. Einn af fréttamönnum Stöðvar 2 lét í samvinnu við yfirvöld setja inn gamla mynd af sjálfum sér. Hann var flaggaður hvert sem hann fór í flugstöðinni. Það er því ólíklegt annað en vitað hafi verið um ferðir íslandsvinarins Malakauskas. Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Yfirvöld vilja ekki upplýsa hvort þau vissu um komu líkfundarmannsins Tomasar Malakauskas til Íslands. Hann er í endurkomubanni en kom hingað á vegabréfi með eftirnafni konu sinnar í byrjun september. Eiginkonan býr á Íslandi og á von á barni. Hér búa einnig móðir hennar, fósturfaðir og tvær systur. Eiginkonan hefur verið búsett hér frá árinu 2003. Malakauskas var handtekinn 20. nóvember og var þá með 26 grömm af amfetamíni á sér. Fréttir frá yfirvöldum um endurkomu Litháans eru misvísandi. Annarsvegar hefur verið sagt að þeim hafi verið fullkunnugt um hana og að fylgst hafi verið með honum þartil hann var handtekinn. Hinsvegar hefur verið sagt að ekkert hafi verið vitað um ferðir hans. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli vildi ekki segja til um hvort er rétt. Í samtali við Vísi sagði hann að það gæti gefið upplýsingar um vinnuaðferðir þeirra, sem þeir vilji helst ekki að brotamenn viti um. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að í flugstöðinni í Keflavík er eitt fullkomnasta myndgreiningartæki sem til er í heiminum. Þar er hægt að setja inn myndir af mönnum og greiningartækið flaggar þá ef þeir sjást á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar. Jafnvel þótt menn reyni að dulbúast með því að láta sér vaxa skegg eða setja upp gleraugu, sér kerfið við því. Og það er tengt við allar myndavélar stöðvarinnar. Einn af fréttamönnum Stöðvar 2 lét í samvinnu við yfirvöld setja inn gamla mynd af sjálfum sér. Hann var flaggaður hvert sem hann fór í flugstöðinni. Það er því ólíklegt annað en vitað hafi verið um ferðir íslandsvinarins Malakauskas.
Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira