Skaðinn af REI-málinu Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. febrúar 2008 06:00 Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun