NATO-væðing íslenskra utanríkismála I Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. apríl 2008 00:01 Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar