Ómaklega að embættismönnum vegið Björn Bjarnason skrifar 28. september 2008 06:00 Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun