Vegur til sátta Skúli Helgason skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun