Vegur til sátta Skúli Helgason skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun