Lögreglan í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu hefur fjóra einstaklinga í haldi í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. Af þessum fjórum einstaklingum eru þrír karlar og ein kona.
Tvö þeirra voru starfsmenn hótelsins sem Hrafnhildur vann hjá á Cabarete-ströndinni en tveir voru kunningjar hennar.
Að sögn Rafael Calderon, yfirmanns lögreglunnar í Puerto Plata, lést Hrafnhildur eftir þungt höfuðhögg. Hann segir að líklega hafi hún verið slegin í höfuðið með einhvers konar kylfu. Grunn stungusár eftir hníf voru einnig á líkama hennar.
Af þeim fjórum einstaklingum sem nú er í haldi vegna málsins er aðeins einn grunaður um morðið sjálft. Hinum þremur er haldið til þess að afla frekari upplýsinga um málið.