Fótbolti

Ronaldinho fékk gyllta fótinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Þótt ótrúlegt megi virðast þá tekur Brasilíumaðurinn Ronaldinho við verðlaunum í kvöld. Hann hefur nefnilega unnið gyllta fótinn fyrir árið 2009.

Það er augljóslega ekki frammistaða hans á fótboltavellinum í ár sem er að færa honum þessi verðlaun hefur er verið að verðlauna hann fyrir ferilinn. Við valið hvert ár er horft á feril, persónuleika leikmanns og hvernig hann hefur verið í liðum sínum. Aðeins leikmenn yfir 29 ára aldri geta unnið þessi verðlaun.

Ronaldinho fékk verðlaunin í kvöld við mikla athöfn í Monte Carlo. Einn fastur hluti afhendingarinnar er þegar verðlaunahafinn setur fótspor sitt í stétt við höfnina.

Það voru margir leikmenn tilnefndir til verðlaunanna í ár en þeir eru: Gianlugi Buffon, Luis Figo, Steven Gerrard, Ryan Giggs, Thierry Henry, Raul, Francesco Totti, David Beckham og David Trezeguet.

Það voru því engir smákappar sem Ronaldinho sló við í kvöld en þeir eru samt flestir að slá honum við á vellinum þessa dagana.

Roberto Carlos hlaut þessi verðlaun í fyrra, Del Piero 2007 og Ronaldo 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×