Nesti og nýir skór þjóðar 3. nóvember 2009 06:00 Verður Þjóðfundurinn 14. nóvember skráður í sögubækur? Fundurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og á hann eru fulltrúar þjóðarinnar kallaðir. Ef til vill mun eftirfarandi standa í alfræðiritum framtíðarinnar: „Þjóðfundurinn 2009 markaði þáttaskil í varnarbaráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði sínu. 1.500 íbúar voru kallaðir til fundarins í Laugardalshöll til að endurskoða gildin eftir hrun efnishyggjunnar og varpa upp framtíðarsýn um samfélag þar sem hamingja almennings og heill náttúru er mælikvarði allra þýðingarmikilla ákvarðana. Þjóðfundurinn varð afl gegn skammsýni og stundarhagsmunum. Máttarstólpar risu, þjóðin sameinaðist um gildin og hætti að veita afslátt á auðlindum sínum. Straumhvörf urðu á Þjóðfundinum 2009 líkt og á Þjóðfundinum 1851 þar sem hin fleygu orð svifu yfir: „Vér mótmælum allir!" Þverskurður þjóðarinnar á Þjóðfundinum 2009 mótmælti fífldirfsku, aga- og taumleysi og óútreiknanlegri hegðun útvaldra og fékk fólk til að sameinast um ný gildi með bjartsýni og kraft í farteskinu. Þjóðfundurinn markaði endalok tíðaranda græðginnar og upphaf nýrrar samábyrgðar." Ofangreind orð eru tilgáta um mögulega framtíð - sem verður ef við viljum. Allt er mögulegt, ekkert útilokað, enginn veit. Þjóðfundurinn er merkileg tilraun sem getur aðeins heppnast ef þeir sem boðaðir hafa verið mæta. 1.500 einstaklingar hvaðanæva af landinu fengu boð á fundinn, ef til vill má segja að þeir hafi verið kallaðir til að búa þjóð sína undir ferðalag með nesti og nýja skó. Búa hana til sóknar og nýsköpunar. Það er hollt að spyrja sjálfa sig: „Hvaða gildi vil ég efla með sjálfum mér á næstunni?" Ef til vill sjálfsaga, vináttu, jákvæðni og hæglæti? En hvaða gildi þarf þjóðin á að halda á næstunni? Ef til vill gagnsæi, sjálfbærni, samvinnu og bjartsýni? Vandasamt er að finna svörin nema í samræðum við aðra og rökræðum þar sem markmiðið er að finna heillavænlega niðurstöðu sem er ósnert af skammsýni. Finnum svörin af eigin mætti og leggjum drög að næstu framtíð! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Verður Þjóðfundurinn 14. nóvember skráður í sögubækur? Fundurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og á hann eru fulltrúar þjóðarinnar kallaðir. Ef til vill mun eftirfarandi standa í alfræðiritum framtíðarinnar: „Þjóðfundurinn 2009 markaði þáttaskil í varnarbaráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði sínu. 1.500 íbúar voru kallaðir til fundarins í Laugardalshöll til að endurskoða gildin eftir hrun efnishyggjunnar og varpa upp framtíðarsýn um samfélag þar sem hamingja almennings og heill náttúru er mælikvarði allra þýðingarmikilla ákvarðana. Þjóðfundurinn varð afl gegn skammsýni og stundarhagsmunum. Máttarstólpar risu, þjóðin sameinaðist um gildin og hætti að veita afslátt á auðlindum sínum. Straumhvörf urðu á Þjóðfundinum 2009 líkt og á Þjóðfundinum 1851 þar sem hin fleygu orð svifu yfir: „Vér mótmælum allir!" Þverskurður þjóðarinnar á Þjóðfundinum 2009 mótmælti fífldirfsku, aga- og taumleysi og óútreiknanlegri hegðun útvaldra og fékk fólk til að sameinast um ný gildi með bjartsýni og kraft í farteskinu. Þjóðfundurinn markaði endalok tíðaranda græðginnar og upphaf nýrrar samábyrgðar." Ofangreind orð eru tilgáta um mögulega framtíð - sem verður ef við viljum. Allt er mögulegt, ekkert útilokað, enginn veit. Þjóðfundurinn er merkileg tilraun sem getur aðeins heppnast ef þeir sem boðaðir hafa verið mæta. 1.500 einstaklingar hvaðanæva af landinu fengu boð á fundinn, ef til vill má segja að þeir hafi verið kallaðir til að búa þjóð sína undir ferðalag með nesti og nýja skó. Búa hana til sóknar og nýsköpunar. Það er hollt að spyrja sjálfa sig: „Hvaða gildi vil ég efla með sjálfum mér á næstunni?" Ef til vill sjálfsaga, vináttu, jákvæðni og hæglæti? En hvaða gildi þarf þjóðin á að halda á næstunni? Ef til vill gagnsæi, sjálfbærni, samvinnu og bjartsýni? Vandasamt er að finna svörin nema í samræðum við aðra og rökræðum þar sem markmiðið er að finna heillavænlega niðurstöðu sem er ósnert af skammsýni. Finnum svörin af eigin mætti og leggjum drög að næstu framtíð! Höfundur er rithöfundur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun