Skorumst ekki undan Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. október 2009 06:00 Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun