Skorumst ekki undan Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. október 2009 06:00 Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun