Flutningskostnaður hækkaður Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. nóvember 2009 03:15 Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun