Fótbolti

Cassano hlýddi engum skipunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mál Antonio Cassano og Sampdoria er afar áhugavert. Félagið freistar þess nú að segja upp samningnum við leikmanninn og þarf að fara með málið fyrir dómstóla til þess.

Samningur leikmannsins við félagið er til 2013 en félagið hefur ekki áhuga á því að greiða honum laun lengur. Sampdoria segir Cassano hafa margbrotið samninginn við félagið og því sé það í rétti til þess að segja honum upp.

Samkvæmt málsskjölum segir Sampdoria að Cassano æfi ekki eins og hann eigi að gera, hann setji sig upp á móti öllum ákvörðunum og sé sífellt að gagnrýna allt og alla. Hann hlýði nákvæmlega engu. Talsmátinn sé þess utan ekki til eftirbreytni.

Með þetta að vopni fer Sampdoria fram á að segja upp samningnum án þess að greiða skaðabætur.

Verður áhugavert að sjá niðurstöðuna í þessu einstaka máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×