Aðlögun í boði ESB 30. ágúst 2010 06:00 Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar