Erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar