Áframhaldandi stöðnun Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun