Áframhaldandi stöðnun Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun