Venesúela, Kúba… Ísland? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðanir Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland?
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar