Fótbolti

Forseti Parma: Allir vilja Cassano

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Cassano er frábær leikmaður sem allir vilja hafa í sínu liði," segir Tommaso Ghirardi, forseti Parma á Ítalíu, sem er einn þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að fá sóknarmanninn Antonio Cassano frá Sampdoria.

Dagar Cassano hjá Sampdoria verða líklega brátt taldir þar sem menn hjá félaginu hafa gefist upp á þeim sífelldu vandræðum sem honum fylgja. Leikmaðurinn er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og er erfitt að siða hann til.

„Hæfileikar hans eru ótvíræðir og hann myndi passa vel inn í okkar hóp. Við erum mjög ánægðir með þann hóp sem við höfum. Við erum með sterkan hóp manna sem eru tilbúnir að leggja sig fram og höfum leikmann eins og Hernan Crespo sem allir geta tekið til fyrirmyndar," segir Ghirardi.

Cassano hefur verið orðaður við fjölmörg lið, þar á meðal Inter og Juventus ásamt liðum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×