Hneykslið í íslenskum stjórnmálum Hjörtur Hjartarson skrifar 30. nóvember 2010 05:00 Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun