Vilja draga umsókn til baka 15. júní 2010 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira
Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira