Vilja draga umsókn til baka 15. júní 2010 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira