Þessa kýs ég en ekki þessa Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2010 17:30 Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki. Ég mun heldur ekki kjósa þá sem ekkert bitastætt leggja fram nema rándýrar auglýsingar. Peningar og stjórnmál eru eitruð blanda og ávísun á sérhagsmunagæslu. Ekki heldur mun ég kjósa þá sem ætla að endurvinna fjölmiðlafrægð sína fyrir stjórnlagaþingið og láta þar við sitja. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og að allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði. Við höfum fyrir löngu samþykkt fulltrúalýðræði sem aðferð til að ná fram eiginlegu lýðræði, og stjórnlagaþingið verður fulltrúasamkoma. Samt ættum við að huga að hugmyndum Rousseaus um almannaviljann. Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum. Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga: „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni." Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance). Á laugardag þurfum við öll að verða ábyrgir borgarar og hefja okkur yfir litla hégómlega egóið, sem sífellt gáir búralega að sérhagsmunum sínum. Á laugardag ber okkur að kjósa þau sem við í einlægni höfum trú á að muni hafa almannahagsmuni að leiðarljósi á stjórnlagaþinginu, og ekkert annað. Leggjum dálítið á okkur til þess að finna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Það er mikilvægt fyrir farsæld okkar sjálfra og þeirra sem munu þurfa að taka við íslensku samfélagi úr okkar höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki. Ég mun heldur ekki kjósa þá sem ekkert bitastætt leggja fram nema rándýrar auglýsingar. Peningar og stjórnmál eru eitruð blanda og ávísun á sérhagsmunagæslu. Ekki heldur mun ég kjósa þá sem ætla að endurvinna fjölmiðlafrægð sína fyrir stjórnlagaþingið og láta þar við sitja. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og að allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði. Við höfum fyrir löngu samþykkt fulltrúalýðræði sem aðferð til að ná fram eiginlegu lýðræði, og stjórnlagaþingið verður fulltrúasamkoma. Samt ættum við að huga að hugmyndum Rousseaus um almannaviljann. Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum. Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga: „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni." Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance). Á laugardag þurfum við öll að verða ábyrgir borgarar og hefja okkur yfir litla hégómlega egóið, sem sífellt gáir búralega að sérhagsmunum sínum. Á laugardag ber okkur að kjósa þau sem við í einlægni höfum trú á að muni hafa almannahagsmuni að leiðarljósi á stjórnlagaþinginu, og ekkert annað. Leggjum dálítið á okkur til þess að finna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Það er mikilvægt fyrir farsæld okkar sjálfra og þeirra sem munu þurfa að taka við íslensku samfélagi úr okkar höndum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun