Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor? 26. ágúst 2010 06:00 Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar