Ráðherra hittir nagla á höfuðið 1. mars 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar