Áhrifameiri kjósendur Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 16:30 Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar