Fótbolti

Pierluigi Casiraghi hættur með 21 árs landslið Ítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierluigi Casiraghi.
Pierluigi Casiraghi. Mynd/AFP

Ítalska 21 árs landsliðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM eins og því íslenska og það voru mikil vonbrigði fyrir ítalska knattspyrnu. Pierluigi Casiraghi, þjálfari ítalska 21 árs liðsins, hefur í kjölfarið hætt sem þjálfari liðsins.

„Pierluigi Casiraghi mun hætta með 21 árs landsliðið. Þetta var ákveðið eftir fund hans með Giancarlo Abete, forseta ítalska knattspyrnusambandsins og Demetrio Albertini í dag, miðvikudag," sagði í tilkynningu frá sambandinu.

Abete þakkaði Casiraghi fyrir sitt starf sem hann sagði að þessi fyrrum leikmaður Juventus, Lazio og Chelsea hafi skilað af mikill fagmennsku.

Ítalska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni Pierluigi Casiraghi en Giuseppe Bergomi, fyrrum leikmaður Internazionale og ítalska landsliðsins, hefur verið orðaður við stöðuna.

Paolo Maldini gaf það hinsvegar út í síðustu viku að hann hefði ekki áhuga á því að taka við 21 árs landsliðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×