Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing 16. apríl 2010 06:00 Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar