Eini kosturinn í stöðunni? 8. janúar 2010 06:15 Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar