Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar 15. júní 2010 03:00 hólmsheiði Þar eins og víðar má sjá birki og víðiplöntur vaxa upp úr lúpínubreiðunni. „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
„Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær.jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira