Fótbolti

Adriano endurheimtir gullruslafötuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adriano (til hægri) situr hér á bekknum með Francesco Totti.
Adriano (til hægri) situr hér á bekknum með Francesco Totti.

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano hjá Roma hefur unnið ítölsku gullruslafötuna fyrir árið 2010. Þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessi verðlaun en hann hlaut þau einnig 2005 og 2006.

Gullruslafatan er veitt þeim leikmanni sem ollið hefur mestum vonbrigðum í ítalska boltanum. Í fyrra var það Felipo Melo sem hlaut hana en þar á undan Ricardo Quaresma.

Brasilíumenn lentu í þremur efstu sætunum. Aumuri lenti í öðru sæti og Ronaldinho í því þriðja. Adriano hefur aðeins leikið í 144 mínútur í ítölsku deildinni á tímabilinu en hann hefur lýst yfir óánægju sinni með lítinn spiltíma. Ronaldo hefur reynt að fá Adriano til Corinthians.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×