Ábyrgð lífeyrissjóða Kristján þór júlíusson skrifar 2. mars 2010 06:00 Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar