Þrjár rýtingsstungur á einni viku 5. febrúar 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar