Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna 10. maí 2010 15:48 Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. Sex mál voru felld niður vegna skorts á sönnunum. Alls voru sautján mál til rannsóknar samkvæmt fulltrúa ríkissaksóknara. Nöfnin hafa ekki verið gerð opinber en það er Héraðsdómur Reykjavíkur sem mun dæma í málinu. Sakborningarnir geta óskað eftir lokuðu þinghaldi en þá verður dómari að taka afstöðu til þess. Fjölmiðlar hafa því ekki aðgang að nöfnum þeirra sem hafa verið ákærðir í málinu. Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman, en hún hefur áður verið dæmd fyrir að hafa milligöngu um vændi. Hún er að auki í gæsluvarðhaldi nú grunuð um mansal. Dómsmál Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Tengdar fréttir Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00 Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins tveimur dögum eftir að Catalina hafði verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot. 11. desember 2009 10:16 17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00 Varðhaldsúrskurður Catalinu stendur Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember. 15. desember 2009 16:32 Hótaði nauðgunum Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. 29. apríl 2010 05:30 Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30 Miðbaugsmaddaman verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis Catalina Ncogo verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og því er ekki hægt að sakfella hana og refsa fyrir háttsemi sem hún hefði þegar hlotið refsidóm fyrir. 23. apríl 2010 16:35 Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 12. desember 2009 07:00 Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19 Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46 Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt. 11. desember 2009 14:04 Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15 Kaupendur eiga ákæru í vændum Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. 13. janúar 2010 05:00 Vændiskaupendur til ákæruvaldsins Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. janúar 2010 05:30 Í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo var nú síðdegis úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12.janúar. Hún hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 22. desember 2009 15:48 Áframhaldandi varðahalds krafist yfir Catalinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á að Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo verði áfram í gæsluvarðhaldi. 12. janúar 2010 13:40 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18 Mansalsmál: Sönnunargögnum ábótavant Saksóknari í mansalsmálinu fór fram á frest eftir að í ljós kom að aðalsönnunargagninu í málinu var verulega ábótavant. Tveir hinna ákærðu voru yfirheyrðir aftur fyrir dómi, eftir að fórnarlambið hafði sakað þá um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna. 27. janúar 2010 19:15 Segja Catalinu seka um mansal Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. 31. mars 2010 04:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. Sex mál voru felld niður vegna skorts á sönnunum. Alls voru sautján mál til rannsóknar samkvæmt fulltrúa ríkissaksóknara. Nöfnin hafa ekki verið gerð opinber en það er Héraðsdómur Reykjavíkur sem mun dæma í málinu. Sakborningarnir geta óskað eftir lokuðu þinghaldi en þá verður dómari að taka afstöðu til þess. Fjölmiðlar hafa því ekki aðgang að nöfnum þeirra sem hafa verið ákærðir í málinu. Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman, en hún hefur áður verið dæmd fyrir að hafa milligöngu um vændi. Hún er að auki í gæsluvarðhaldi nú grunuð um mansal.
Dómsmál Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Tengdar fréttir Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00 Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins tveimur dögum eftir að Catalina hafði verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot. 11. desember 2009 10:16 17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00 Varðhaldsúrskurður Catalinu stendur Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember. 15. desember 2009 16:32 Hótaði nauðgunum Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. 29. apríl 2010 05:30 Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30 Miðbaugsmaddaman verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis Catalina Ncogo verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og því er ekki hægt að sakfella hana og refsa fyrir háttsemi sem hún hefði þegar hlotið refsidóm fyrir. 23. apríl 2010 16:35 Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 12. desember 2009 07:00 Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19 Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46 Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt. 11. desember 2009 14:04 Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15 Kaupendur eiga ákæru í vændum Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. 13. janúar 2010 05:00 Vændiskaupendur til ákæruvaldsins Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. janúar 2010 05:30 Í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo var nú síðdegis úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12.janúar. Hún hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 22. desember 2009 15:48 Áframhaldandi varðahalds krafist yfir Catalinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á að Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo verði áfram í gæsluvarðhaldi. 12. janúar 2010 13:40 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18 Mansalsmál: Sönnunargögnum ábótavant Saksóknari í mansalsmálinu fór fram á frest eftir að í ljós kom að aðalsönnunargagninu í málinu var verulega ábótavant. Tveir hinna ákærðu voru yfirheyrðir aftur fyrir dómi, eftir að fórnarlambið hafði sakað þá um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna. 27. janúar 2010 19:15 Segja Catalinu seka um mansal Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. 31. mars 2010 04:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00
Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins tveimur dögum eftir að Catalina hafði verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot. 11. desember 2009 10:16
17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00
Varðhaldsúrskurður Catalinu stendur Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember. 15. desember 2009 16:32
Hótaði nauðgunum Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. 29. apríl 2010 05:30
Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30
Miðbaugsmaddaman verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis Catalina Ncogo verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og því er ekki hægt að sakfella hana og refsa fyrir háttsemi sem hún hefði þegar hlotið refsidóm fyrir. 23. apríl 2010 16:35
Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 12. desember 2009 07:00
Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19
Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46
Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt. 11. desember 2009 14:04
Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15
Kaupendur eiga ákæru í vændum Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. 13. janúar 2010 05:00
Vændiskaupendur til ákæruvaldsins Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. janúar 2010 05:30
Í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo var nú síðdegis úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12.janúar. Hún hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 22. desember 2009 15:48
Áframhaldandi varðahalds krafist yfir Catalinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á að Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo verði áfram í gæsluvarðhaldi. 12. janúar 2010 13:40
Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18
Mansalsmál: Sönnunargögnum ábótavant Saksóknari í mansalsmálinu fór fram á frest eftir að í ljós kom að aðalsönnunargagninu í málinu var verulega ábótavant. Tveir hinna ákærðu voru yfirheyrðir aftur fyrir dómi, eftir að fórnarlambið hafði sakað þá um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna. 27. janúar 2010 19:15
Segja Catalinu seka um mansal Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. 31. mars 2010 04:30